Mikilvægi húsfélaga

Við tökum fundarvesenið af ykkar herðum
Hvort sem um er að ræða aðalfund húsfélagsins eða aukafund vegna framkvæmda eða ágreinings – við sjáum um málið.
Umsjón og Rekstur annast alla framkvæmd funda, allt frá boðun til fundargerðar og eftirfylgni.
Þannig geta íbúar og stjórn húsfélagsins einbeitt sér að því sem skiptir máli – við sjáum um hitt.
Löglega. Faglega. Án stress.

Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir húsfélagið
Við sjáum um að afla hagstæðra tilboða í alla helstu reglubundnu þjónustuþætti, eins og t.d. tryggingar, þrif á sameign, sorphirðu þrif, garðslátt og snjómokstur.
Einnig veitum við ráðgjöf við kostnaðarskiptingu og mögulegar fjármögnunarleiðir þegar framkvæmdir eða viðhald eru framundan hjá húsfélaginu. Við öflum traustra verktilboða frá viðurkenndum verktökum.
Auk þess bjóðum við upp á:
• Aðstoð við útfærslu og endurskoðun húsreglna.
• Málamiðlun og ráðgjöf í ágreiningsmálum.
• Grunnráðgjöf byggða á lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994
Húsfélagið þitt á skilið að fá faglega og skýra leiðsögn – við erum til staðar.

Fjárhagurinn í góðum höndum
Mánaðarleg innheimta – við stofnum kröfur vegna hússjóðs og framkvæmda, sendum sjálfvirkar áminningar og fylgjum innheimtu eftir af festu.
Lögveðsréttur – tryggjum að réttindi húsfélagsins séu virt og gripið sé til viðeigandi aðgerða þegar þörf krefur.
Reikningagreiðslur – greiddir í samræmi við samþykktir og heimildir.
Endurgreiðsla VSK – við sækjum um virðisaukaskatt vegna viðhalds og framkvæmda.
Bókhald og uppgjör – fært samkvæmt lögum og reglugerðum um fjöleignarhús.
Ársreikningur – rekstrar- og efnahagsreikningur með sundurliðunum, samanburði og skýringum.
Húsfélagsyfirlýsingar – útgefnar eftir beiðni gegn vægu gjaldi, t.d. vegna sölu íbúða.
Þú þarft ekki að vera með allt á hreinu – við sjáum um það.

Við gerum verðkönnun og úttekt á ykkar húsfélagi.
-
Sérfræðingur framkvæmir úttekt á öryggismálum í samráði við formann húsfélagsins og metur þarfir eignarinnar.
-
Skýrsla með tillögum að miðlægu aðgangsstýringar- og/eða öryggiskerfi er útbúin, byggð á faglegri áhættugreiningu fasteignarinnar.
-
Kostnaðaráætlun fylgir með og tryggir gagnsæi í áætluðum kostnaði, þannig að stjórn húsfélagsins hafi fulla yfirsýn áður en ákvörðun er tekin.
-
Tilboðum er aflað, þau greind og borin saman til að tryggja bestu mögulegu lausn fyrir húsfélagið, bæði hvað varðar verð og gæði.
-
Formaður fær minnisblað með niðurstöðum, þar sem lögð er áhersla á hagkvæmni, virkni og langtímaávinning valinnar lausnar.
Við sjáum um eftirlit og fylgjumst með uppsetningu.
-
Við hjá Umsjón og Rekstur tryggjum að uppsetning aðgangsstýringar- og öryggiskerfa fari fram í samræmi við samþykkt tilboð, gæðakröfur og faglega framkvæmd.
-
Eftirlit er haft með öllum framkvæmdaskrefum til að tryggja að allir þættir, þar með talið raflögn og virkni búnaðar, séu rétt uppsettir.
-
Farið er yfir reikninga og framkvæmdakostnað til að tryggja að þeir standist samþykkt áætlun og að verkefnið haldist innan kostnaðarramma.
-
Prófanir og afhendingarmat eru framkvæmd áður en kerfið er tekið í notkun, til að tryggja að allt virki hnökralaust og í samræmi við væntingar húsfélagsins.
Við sjáuum um rekstur og
höfum umsjón.
-
Við sjáum um rekstur og umsjón aðgangsstýringar- og öryggiskerfi fyrir húsfélög, með áherslu á öryggi, skilvirkni og aðgengi.
-
Kerfin eru undir stöðugu eftirliti í rauntíma, sem tryggir að þau virki áreiðanlega og án truflana – enginn þarf að eiga á hættu að festast í bílageymslu eða lenda í aðgangsvandræðum.
-
Íbúar hafa aðgang að þjónustuveri, þar sem allar skráningar og gagnaöryggi eru tryggð, og rétthafar eru rétt skráðir og uppfærðir eftir þörfum.
-
Innheimta þjónustunnar fer fram í gegnum húsgjöld, sem tryggir sanngjarna greiðsludreifingu og einfaldar umsýslu – hver greiðir aðeins fyrir sína notkun.
Með faglegri umsjón okkar er öryggiskerfið í öruggum höndum, reksturinn skilvirkur og íbúar njóta þægilegs og áreiðanlegs aðgangsstýringarkerfis.
Fyrir húsfélög sem vilja faglega þjónustu og alhliða rekstur húsfélaga.
Við bjóðum upp á:
● Ræstingu á sameign
● Aðgangsstýringar
● Öryggiskerfi
● Sorputunnuþrif
● Lofstokkahreinsanir
● Gluggaþrif
● Bílastæðamálun
● Bílastæðaþrif
● Garðaþjónustu
● Lágmarks viðhaldsþjónustu
● Umsjón með stærri viðhaldsverkefnum
● Umsjón með áætlana- og tilboðsgerðum
● Bókhald, ársreikningagerð og sjáum um húsfundi
Önnur þjónusta:
● Húsvörður að láni með fasta viðveru
● Sinnum hlutverki eldvarnafulltrúa.
● Umsjón með árlegu eftirliti og þjónustu á slökkvibúnaði.
● Samskipti við slökkvilið.
● Fylgjum eftir athugasemdum úr eigin eldvarnaeftirliti og skoðunum eftirlitsaðila.
● Við vinnum með staðlaðri tækni og fylgjum lögbundnum reglum um eldvarnir.


Húsfélaga-þjónustan
þar sem fagmennska mætir áreiðanleika hjá húsfélögum